categories: ,

Caballero 700

2.289.000 kr.

Fantic Caballero 700 Scrambler er mættur til Íslands !

Ath: Hjólið er til á lager í bláum og rauðum lit.

Hafið samband við sölufulltrúa fyrir nánari upplýsingar um stöðu á þessari vöru í síma 537 1333 eða tölvupósti [email protected]

Athugið að verð er háð gengi hverju sinni.

Caballero 700 útgáfan er fáanleg í tveimur litum rauðum og bláum, sjá myndir.

Fantic Caballero 700 Scrambler

Afköst

Fantic Caballero 700 er með 689cc tveggja cylentra vél sem er með frábær
afköst bæði á vegum og utan vega. Þetta er fyrsta módel Fantic sem er búið
Yamaha CP2 vélhjóla vélinni, sem áður var eingöngu að finna í japönskum
hjólum.
Vélin skilar 74 hestöflum við 9000 snúninga á mínútu og býður upp á sterk tog
sem nær allt að 70Nm við 6500 snúninga á mínútu. Þetta gefur frábæra
aksturseiginleika bæði á þjóðvegum og utanvega.

Stell

Nýtt hágæða stálstell og gaffall úr áli sem veitir frábæra akstureiginleika
Marzocchi fjöðrunarkerfi sem samanstendur af öflugum 45mm upside-down
tempurum að framan og afturtempara með stillanlegu preload að aftan, með
150mm slaglengd.
Hjólbarðar: Álfelgur með teinum 19 tommu að framan og 17 tommu að aftan.
Öryggisbúnaður:
Fantic Caballero 700 er fyrsta hjólið frá Fantic sem er búið cornering ABS kerfi og
spólvörn (traction control) sem staðalbúnaður og veitir því meira öryggi í akstri.
Báðar stýringar eru fullkomlega aftengjanlegar ef akstursaðstæður krefjast þess,
sérstaklega í erfiðum aðstæðum utanvegar.

Útlit

Hönnun og útlit er innblásin af klassíska Caballero 125 RC árgerð frá 1974 til
1976.
Hjólið er þekkt fyrir hreinar og einfaldar línur, með rauðum eldsneytistan, kringlótt
framljós og gul keppnisplata á hliðarplötum.
Hjólið er einnig fáanlegt í möttum bláum lit, sem tengist sögu Caballero.

Tækni
3,5 tommu hringlaga TFT skjár með Bluetooth tengingu sem gerir kleift að stjórna
símtölum og tónlist.
Hjólið býður upp á þrjár akstursstillingar: STREET, OFFROAD og CUSTOM, sem
leyfir akstursmanninum að stilla ABS og spólvörn eftir þörfum.

Heildarstærðir:
Sætishæð: 830 mm
Lengd milli hjóla: 1460 mm
Þyngd: 175 kg án eldsneytis
Tankstærð: 13 lítrar
Vél:
Tveggja cylentra fjórgengisvél, vökvakæld
Slagrými: 689 cc
Stroke: 68,6 mm
Eldsneytisgjöf: Rafstýrð innspýting – tvöfaldur inngjafarventill ø 38mm
Ræsir: Rafmagnsstart
Gírar: 6
Kúpling: Blaut fjölplötu kúpling

Quantity

Í boði sem biðpöntun